04. VILTU ÞIGGJA ÞESSA RÓS?
Sjónræn túlkun á BA ritgerð minni Viltu þiggja þessa rós? – Sögulegt yfirlit rósarinnar og merkingarheima hennar. Unnið í áfanganum Farvegir og form, kennari var Hrefna Sigurðardóttir. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er tvíhliða plakat sem brotið er saman í bók og hins vegar myndband.
Önnur hlið plakatsins er unnin upp úr fyrsta kafla ritgerðarinnar þar sem saga rósarinnar frá fornöld til miðalda var skoðuð. Á hinni hliðinni skoða ég fyrirbæri úr stærðfræði. Það er ferill sem hefur verið nefndur eftir rósinni þar sem lína hans myndar form sem svipar iðulega til blóms, sama hver breyta ferilsins er. Í myndbandinu sameinast báðar hliðar plakatsins þar sem alls kyns „rósaform“ dansa við eiginlegar rósir og undir spilast hljóðbrot úr heimildaþáttaröð Roger Phillips frá 1993, The Quest for the Rose.