03. FARVEGIR OG FORM 2023
Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundinn viðeigandi farvegur.
Ég, Alexandra Anderson, Brynja Sigurðardóttir, Daníel Örn Heimisson, Erlingur Thoroddsen, Guðný Sif Gunnarsdóttir, Hugi Þeyr Gunnarsson, Sigríður Ylfa Arnarsdóttir og Þórhallur Runólfsson hönnuðum bókina og kápuna undir handleiðslu Hrefnu Sigurðardóttur, Gretu Þorkelsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur. Hlutverk mitt í hópnum snerist helst að týpógrafíu og hönnun innsíðna.